Wednesday, July 27, 2011

Súkkulaðifiðrildi....mmm

súkkulaðifiðrildi...er það ekki sumarlegt :)

CUPCAKES

1. blandið uppáhalds kökumixið ykkar / uppskriftina ykkar
2. hellið í formin og bakið
3. á meðan að kökurnar eru inni er hvítt súkkulaði brætt yfir vatnsbaði og litað með matarlit af eigin vali og sett í ziploc poka/ rennilásapoka :) og eitt hornið klipt af
4.prentið út fiðrilda-myndina og setjið bökunar/vaxpappír yfir (límið með límbandi) og sprutið súkkulaðinu eftir útlínunum.
5:brjótið þykkt blað / karton saman og látið firðrildið liggja á því inn í ísskáp.
6. Á meðan að fiðrildin storkna, setjið kremið á kökurnar og svo fiðrildin ;)
Butterfly Cupcakes1














Hér er hægt að finna útlínur fyrir fiðrildin: http://www.free-printable-coloring-pages.net/butterfly-coloring-pages.html

Thursday, July 21, 2011

Krítar fyrir sumarið.

Jæja þetta er eitt af MÖRGUM mömmu trixum sem eru svo frábær og einföld!
En ég bjó til nokkra liti af krítum í dag :) og hér eru leiðbeiningarnar......
Ég notaði um:
300gr af casting powder
80 ml af vatni ( á að vera svipað þykkt og amerískar pönnsur)
smá af málningu

Skál og sleif

Setti duftið út í, svo vatnið hrærði smá því næst litinn og svæ hrært þar til allir kekkir hafa farið úr (verið snögg) og svo er þessu hellt í mótin. Ég notaði siliconmót.



 Látið storkna í 60 mín í formunum.......og volllllaa!

Og þá er bara að skella sér út að kríta......WOOP WOOP! :)

(Þetta er allt hægt að fá í litir og föndur á smiðjuveginum)

Dúskar Dúskar Dúskar.....





ohh er með æði fyrir svona dúskum núna.... Hef búið til nokkra :) skelli inn leiðbeiningum með.....



...... Leiðbeiningarnar


Ég notaði: Tissue paper sem ég keypti í A4...til í nokkrum litum.
Það eru 5 stk í pakkanum sem að ég klipti niður þannig að úr voru 10 jafnstór blöð.
Braut 5 blöð samann í harmonikku, batt saman í miðjunni með blómavír.Klippti svo endana svo þeir væru svona U laga.
Tók þetta svo í sundur blað fyrir blað.

Vona að þetta skiljist :)

Monday, July 18, 2011

Allt í KRUKKU

Krukkur eru bara svo dásamlegar! og það má sko nota þær í hvað sem er...... mmm....

BabbleJarRainbow2 Rainbow Cake in a Jar

Regnbogakaka í krukku:

1 pakki ljóst köku mix.
5 matatlitir t.d: fjólublár,blár,grænn,gulur og bleikur
1 dolla hvítt kökukrem
smá kökuskraut
3-4 krukkur fer eftir stærð

blandið deigið eftir leiðbeiningunum á pakkanum. hellið í 5 skálar og blandið matarlitnum út í.
Hellið lit fyrir lit passið að filla ekki alveg krukkuna, kakan a eftir að lyftasér. bakið eftir pakkanum, látið kólna, kremtið sett yfir og smá kökuskraut ;)

BabbleJarRainbow1 200x300 Rainbow Cake in a Jar

Súkkulaðismjör-red velvet kaka....

BabbleJarRedVelvet Red Velvet & Nutella Cake in a Jar

Red velvet kaka úr nýju kökubókinni hennar Rikku .....
Nuttella súkkulaði/hnetusmjör, fæst í krónunni
rjómaostakrem (líka í bókinni)


Bleik og Sæt :)
BabbleJarPinkalicious Pinkalicious Cake In A Jar

Já ég er ein af þeim sem kaupi ALLTAF kökumix í útlöndum haha... tók með mér pakka af strawberry cake og strawberry frosting....svona er þetta fallega bleikt :)

En það má auðvitað lita ljóst kökudeig með matarlit og rjómaostakremið er líka fallegt bleikt...smá kökuskraut toppar allt!


Jarðarberja Ostakaka....í krukku :)
BabbleCakeStrawberryCheesecake Strawberry Cheesecake in a Jar

Hér geturu notað uppáhalds ostaköku uppskriftina þína og sett í krukku

Sunday, July 17, 2011

JellO!

Jello jello...svo sumarlegt....svo má auðvitað gera ,,fullorðins" útgáfu af jello on nota vodka í stað vatns ;)



...Appelsínur skornar í tvennt og kjötið tekið úr, jellO mixi helt í og látið storkna inn í ísskáp :)

.......


Jarðarberja Margarítu JellO... kjarnhreinsuð jarðarber, jarðarberja jellO og smá lime sneið.... (notið teqila í staðinn fyrir vatn í jellO-ið)



Þeir sem ekki fíla JellO geta þá bara notað það í borðskraut ;)

Wednesday, July 6, 2011

Allt fyrir börnin okkar!

Er þetta ekki allt spurning um að gera matinn spennandi fyrir krílin okkar :) Prinsessan mín borðar allavega ekki neitt nema að því fygli mikið leikrit, Prinsinn borðar hins vegar ALLT og mikið af því hahaha :)

gul melóna & jarðarber....



Melóna jarðarber & vínber



Bananar fyrir sjóræningja...


Jarðarberja draugar... jarðarber í hvítusúkkulaði & kökuskraut, má líka nota bláber fyrir augu....



om no nom.....

Tuesday, July 5, 2011

Vaxlitir....

Vaxlitir eru til á flestum heimilum þar sem að lítil kríli eru nærri. En mín dama er mjög gjörn á að brjóta þessar elskur og oft eru ekkert nema brotnir stubbar í pennaveskinu hennar og þá tekur mamman sig til og fer að föndra, enda ekkert skemmtilegra en að endur vinna eitthvað handa börnunum sínum. Þetta hef ég gert við stubbana frá því að prinsessan mín byrjaði að lita....

Smá lýsing: takið allan papírinn af litunum og ef þarf þá má skera/brjóta þá í litla bita. Raða þeim í mót, t.d. muffinsform. Sett inn í ofn á c.a. 150°C þar til allt hefur bráðnað, tekið út og látið kólna.....og svo má bara byrja að lita :)




......Það má auðvitað raða litunum af vild í formin, sumir kjósa að hafa þá einlita, en dóttur minni þykir voðalega gaman að lita með marglituðum litum ;)



Hver stenst svona fallega liti?!?!  :)

Pink Sunshine Crayon Cookies
Chicka Chicka Boom Boom Crayon Cookies

Monday, July 4, 2011

.......Frostpinnar án sumars

Sumarið er kannski ekki eins og maður hefið óskað sér...en er nokkuð annað en að gera gott úr því sem að maður hefur :) ...búa til nokkra holla frostpinna handa krílunum (og mér) og vonast til að sólin komi að kíkja á þessa dásamlegu pinna.
Í síðustu viku gerði ég melónu frostpinna úr afgans melónu sem að ég skar í bita og þrýsti svo í gegnum sigti til þess að losna við steinana, helti safanum svo í form og í frystir OM NOM NOM :) 
Watermelon Mojito Popsicle
Hér eru svo fleiri uppskriftir...

HINDBERJA & KÓKOS ÍS.

1.bolli Hindber (fersk eða frosin)
1.bolli bláber (fersk eða frosin)
1 dós kókosmjólk (vejuleg eða létt)
2 bollar vatn
1 bolli epladjús
1/2 bolli hunang
Einnota pappabollar

Allt sett í blandarann og mixað þar til kekkjalaust. Set í glösin upp að 2/3 og inn í fyrstir í um 30 mín. tekið út og pinnunum stungið í, sett í frystir í a.m.k 2 tíma.Raspberry coconut popsicles Raspberry Coconut Popsicles: Bring on the Summer!

BLÁBERJA- OSTAKÖKU PINNAR:

jógúrt parturinn:
3.bollar grískjógúrt
90 gr rjómaostur
3/4 bolli mulið hafrakex
1/3 bolli hunang
2 msk sítrónusafi
1 tsk vanilludropar

Blandið ostinum og jógúrtinu saman þar til næstum allir kekkir eru farnir, meiga vera nokkrir :), bætið svo restinni út í.

Berjaísinn:
2 bollar bláber (frosinn eða fersk)
2 msk hunang
1 msk sítrónusafi

Allt sett í mixxarann og blandað vel saman.

Til þess að fá lagskiptinugna er eftirfarandi:
setjið 3 msk af jógúrtísnum í glasið (einnota pappaglas) og frystið í 30 mín
takið út og setji 3 mska af berjaísnum í glasið ásamt pinnunum, frystið í 30 mín.
Takið út og bætið við síðasta laginnu af jógúrtmixi, passið upp á pinnana í ísnum.
Frystið yfir nótt

blueberry cheesecake popsicles2 Blueberry Cheesecake Popsicles
MANGÓ & JARÐARBER.

2 stk mangó, afhýdd og steinhreinsuð
1-2 öskur jarðarber
4 tsk hunang (meira ef vill)
1/2 dl grísk jógúrt






















Mangó og jarðarber sett í matvinnsluvél , geymið nokkur ber þar til seinna, mixið ávextina þar til að þeir eru lausir við alla kekki. Þá er jógúrtinu bætt út í og hrært smá. Því næst er hunangið sett við, hér má nota aðeins meira hunang ef þú villt hafa ísinn sætari. Blandið öllu samann og helið svo í mót, takið nú berin sem að eftir voru og skerið í smáa bita og setjið út í formin og inn í frystir.

































Svo er um að gera að nota afgangs ávexti sem að til eru. Ekki verra ef þið eigið safapressu inn í skáp ;) 
Fyrir þá sem að treysta sér engan vegin í þetta mæli ég með superberry djúsnum frá The berry company þeim má hella beint í mót og frysta.
Þeir sem að ekki eiga bolla mælir, þá eru þeir til í megastore í smáralindinni, svona í setti 1/4bolli 1/3 bolli 1/2bolli og 1 bolli, frábært að eiga þetta þegar að maður notar amerískar uppskriftir.

xoxo Sumarkveðja